Föstudaginn 18. desember var nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is, formlega opnaður. Af því tilefni var haldinn svolítill viðburður sem streymt var á netinu. Sagt var frá vinnunni við vefinn og flutt stutt erindi um örnefni.
Á vefnum má finna gögn um íslensk nöfn af ýmsu tagi. Vefurinn veitir aðgang að örnefnasafni Árnastofnunar sem nú er orðið leitarbært í heild sinni. Verkefnið var unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands.