Skip to main content

Fréttir

Samúel Þórisson ráðinn verkefnisstjóri

Samúel Þórisson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri við CLARIN verkefnið.  Verkefni hans verður í fyrstu að koma upp tæknimiðstöð CLARIN og tengja gagnasöfn Árnastofnunar inn í CLARIN-samstarfið - og síðar einnig gagnasöfn annarra stofnana sem taka þátt í landshópi CLARIN.

Skinnblöð frá Þjóðminjasafni Íslands í vörslu Árnastofnunar

Þegar Forngripasafn Íslands var stofnað 1863 bárust því fljótlega allnokkur skinnblöð. Á þessum tíma var landið mjög fátækt af skinnhandritum enda höfðu fræðimenn á 17. og 18. öld safnað þeim og komið í söfn í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og víðar. Það sem helst var eftir í landinu voru stök blöð sem leyndust í bókbandi og þá gjarnan með efni sem fræðimenn fyrri alda höfðu lítinn áhuga á, svo sem latneskum messusöng. Nú á dögum er meiri áhugi á menningarsögulegu gildi þessara heimilda og með þessum ljósmyndum er það von okkar að efni þetta verði fleirum aðgengilegt.

Íslenskukennarar erlendis færa Úlfari Bragasyni afmælisrit

Á málþingi um norrænan málskilning sem haldið var í Vigdísarstofnun 28. mars síðastliðinn var Úlfari Bragasyni fært afmælisritið Dansað  við Úlfar – Nokkur spor stigin til heiðurs Úlfari Bragasyni sjötugum  22. apríl 2019. Frumkvæði að verkinu höfðu Magnús Hauksson í Kiel, Veturliði Óskarsson í Uppsölum og Þorsteinn G. Indriðason í Bergen. Í ritstjórn með þeim var Helga Hilmisdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Kvöldstund með Guðrúnu Nordal

Guðrún Nordal og bók hennar Skiptidagar eru miðpunkturinn á viðburði í Hannesarholti. Þar verður meðal annars spurt:

Hvað verður um íslenska menningu?

Tælensk prinsessa
Taílensk prinsessa heimsækir stofnunina og fræðist um handrit

Maha Chakri Sirindhorn prinsessa, systir konungsins á Tælandi, kom í stutta heimsókn til Íslands mánudaginn 25. febrúar.


Hún skoðaði Þjóðminjasafnið og heimsótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Guðvarður Már Gunnlaugsson og Þórunn Sigurðardóttir tóku á móti prinsessunni og fylgdarliði hennar og sýndu henni nokkur handrit, auk þess sem hún var frædd um stofnunina og handritamálið. Prinsessan sýndi handritunum mikinn áhuga enda þekkt fyrir áhuga á sögu og fornleifafræði.

Nýir styrkþegar í íslensku

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.

Stofnuninni bárust alls 57 umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 2019 – 2020 og voru veittir 17 styrkir til nemenda frá 13 löndum.

Nýir styrkþegar:

Andrea Ciarelli – Ítalía

Elianne Marthe Bruin – Holland

Ismael Sahún Costas – Spánn

Jonathan Wright – England

Julian Mendoza – Kanada

Katarzyna Piatkowska – Pólland