Skip to main content

Fréttir

Öll tvímæli um Hús íslenskunnar tekin af á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Á annað hundrað manns sóttu ársfundinn að þessu sinni. Yfirskrift fundarins var Gárur af gögnum og vísaði til þess hversu margt óvænt og frumlegt hefur þróast út frá þeim gögnum sem stofnunin varðveitir. Þegar fundargestir höfðu snætt árbít hófst dagskrá um fjölbreytilegustu efni.

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar, ávarpaði fundinn.

Guðrún Nordal forstöðumaður fór yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2015.

 

Ferð erlendra nemenda á leikhús

Nokkrir nemendur sem leggja stund á samnorrænt meistaranám í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands (kennt á ensku) lögðu leið sína í Hörpu í maímánuði. Þar er nú verið að sýna leikrit sem byggir á fjórum tugum Íslendingasagna.

Sýningin er ekki löng þrátt fyrir mikinn efnivið og tekur aðeins 75 mínútur í flutningi.

Það eru þau Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson sem leika öll hlutverkin á ensku. Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri.

Lars Lönnroth les fyrir um Njálu

Lars Lönnroth prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla kemur til Íslands á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur

fimmtudaginn 19. maí, kl. 16.30 í stofu 101 í Odda.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Heimsókn Helga Hrafns að Laugavegi 13

Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður og varaformaður þingflokks Pírata heimsótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrstu viku sumars. 

Steinþór Steingrímsson verkefnisstjóri tók á móti þingmanninum og fóru þeir um húsnæðið á Laugaveginum, hvar spjallað var við nokkra starfsmenn; Bjarka Karlsson, Halldóru Jónsdóttur, Sigrúnu Helgadóttur og Kristínu Bjarnadóttur.

Segja má að hápunktinum hafi verið náð þegar turninn var skoðaður. Einnig var farið á dýpið þegar seðlasafnið var heimsótt.