Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður og varaformaður þingflokks Pírata heimsótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrstu viku sumars.
Steinþór Steingrímsson verkefnisstjóri tók á móti þingmanninum og fóru þeir um húsnæðið á Laugaveginum, hvar spjallað var við nokkra starfsmenn; Bjarka Karlsson, Halldóru Jónsdóttur, Sigrúnu Helgadóttur og Kristínu Bjarnadóttur.
Segja má að hápunktinum hafi verið náð þegar turninn var skoðaður. Einnig var farið á dýpið þegar seðlasafnið var heimsótt.