Í Árnasafni í Reykjavík er slitin skinnbók með dökkum og máðum síðum frá um 1500 sem ber safnmarkið AM 551 a 4to. Í bókinni eru fremst nokkrar línur úr Bárðar sögu Snæfellsáss, en svo koma Víglundar saga (bl. 1r–7v) og Grettis saga (bl. 7v–53r), en það eru eyður í báðum; bl. 53v er autt. Niðurlag Bárðar sögu nær aðeins yfir 16 línur á fremstu blaðsíðu en fremst í handritinu er ræma úr blaði inn við kjöl þar sem sjá má bókstafi í 32 línum á framhliðinni (á bl. 1r eru 43 línur).