NoDaLiDa norræn máltækniráðstefna
NoDaLiDa er norræn máltækniráðstefna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1977 og er nú haldin í 23. skiptið.
Sjá meiraNoDaLiDa er norræn máltækniráðstefna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1977 og er nú haldin í 23. skiptið.
Sjá meiraÍslensk-dönsk orðabók eftir Sigfús Blöndal varð hundrað ára árið 2020. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að gera orðabókina aðgengilega á vefnum. Prentaða orðabókin er yfir þúsund blaðsíður og í nýju rafrænu útgáfunni er allur texti bókarinnar gerður leitarbær. Af þessu tilefni verður heimasíða Orðabókar Blöndals opnuð formlega 19.
Sjá meiraSýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu er að renna sitt skeið og eru einungis þrjár sýningahelgar eftir.
Sjá meiraSumarskóli í handritafræðum sem haldinn er á hverju ári af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Institut for Nordiske studier og sprogvidenskab) fellur niður í ár 2021 vegna Covid -19 faraldursins. Næsti handritaskóli verður haldinn á næsta ári 2022.
Sjá meiraCheryl Porter og Maurizio Aceto verða stödd hér á landi dagana 30. ágúst–3. september. Þau munu halda námskeið um litarefni og blek miðalda. Nánar auglýst síðar.
Sjá meiraAlþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 32 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík dagana 7. júní–1. júlí. Námskeiðið er allt að 10 ECTS og samanstendur af rúmlega 70 kennslustundum.
Sjá meiraStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu 5.–30. júlí.
Sjá meiraUmsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar fyrir 2022 er til 1. desember. Styrkirnir eru ætlaðir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Sérstök nefnd veitir styrkina og verður tilkynnt um úthlutun hennar í desember.
Sjá meiraFrestur til að sækja um styrki til náms í íslensku sem öðru máli er til 1. desember. Sjá nánar um styrkina á enskri vefsíðu stofnunarinnar.
Sjá meiraFundur Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis verður haldinn í Helsinki 3.–4. maí 2021. Nánar auglýst síðar.
Sjá meira