Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2022 fjallar pistill nafnfræðisviðs að þessu sinni um örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Áherslan er á tvennt. Í fyrsta lagi verður stiklað á stóru um örnefnin sem koma fyrir á þeim jörðum og stöðum á Íslandi þar sem Jónas átti heima. Í öðru lagi verður kynnt örverkefni sem höfundur pistilsins vann sem framlag til dags íslenskrar tungu og lék sér að því að kortleggja örnefni sem koma fyrir í kvæðum Jónasar. 

Kjalarnes

Örnefnið Kjalarnes er gagnsætt að merkingu, samsett úr orðliðunum kjölur og nes. Eftirfarandi sögn hefur gengið í munnmælum á Kjalarnesi: „Fundu forfeður vorir kjöl af stóru skipi út fyrir Kjalarnestöngum, s.s. um Músarnes, og var þá landið hér undir Esju nefnt Kjalarnes“ (örnefnaskrá Brautarholts í örnefnasafni). Fyrir þessu eru þó ekki aðrar heimildir. Einnig hafa menn gert því skóna að eitthvað í umhverfinu skýri nafnið, sbr.

Feðraveldið í borgarlandslaginu

Samkvæmt „Global Gender Gap“ skýrslunni frá World Economic Forum í mars á þessu ári var Ísland efst á lista heimsþjóða varðandi jafnréttismál í 12. sinn. Þrátt fyrir það er baráttunni ólokið, ekki síst t.d. hvað varðar stöðu kvenkyns innflytjenda með tilliti til jafnréttismála og kjara þeirra í íslensku samfélagi. Umræður tengdar metoo-hreyfingunni krefjast réttilega áframhaldandi athygli fólks en vissulega er enn þörf á því að kanna sögulega og samfélagslega þætti sem hafa niðrandi áhrif á konur svo og á minnihlutahópa.