Alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu 1.–31. júlí. Sumarskólinn verður haldinn bæði í Reykjavík og sem fjarnámskeið á netinu. Hann er ætlaður stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.
Fyrirlestur um basknesk-íslensk orðasöfn
Edda
Arngrímsgata 5
Reykjavík 107
Ísland
Þann 14. ágúst næstkomandi heldur Peter Bakker, lektor frá Árósarháskóla, fyrirlestur í Eddu.
Fjallað verður um orðasöfn sem varðveist hafa með þýðingum milli basknesku og íslensku. Hollenski fræðimaðurinn Nicolaas Deen gaf út þrjú þeirra í bók árið 1937. Hún vakti hvorki mikla athygli heima fyrir né erlendis. Bókin varð fyrst almennt kunn í Baskalandi á sjötta áratugnum og á Íslandi á áttunda áratugnum.
Um miðjan þriðja áratuginn uppgötvaði Jón Helgason orðasöfnin í Árnasafni í Kaupmannahöfn (þau eru nú varðveitt í Árnastofnun í Reykjavík) og hafði samband við málfræðing og sérfræðing í baskneskum fræðum, Hollending að nafni C.C. Uhlenbeck. Í fyrirlestrinum verður rýnt í útgáfusögu orðasafnanna og fræðilegt gildi þeirra.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
English abstract
Nicolaas Deen and the Basque-Icelandic glossaries: from their discovery to Basque-Icelandic pidgin as “the hottest object in the universe”
Peter Bakker, Aarhus University
Scandinavian “Ambassador” of Albaola.org
The existence of a Basque-Icelandic pidgin is reasonably well known. The Dutch scholar Nicolaas Deen published three lists (one only partially preserved) in his dissertation, which appeared in form of a book in 1937 in the Netherlands. It attracted hardly any attention locally or internationally. The book in which they were published remained unknown in the Basque Country until the 1950s and in Iceland until the 1970s.
In the mid 1920s, the glossaries were found in the collections of the University of Copenhagen (today the lists are in the Árni Magnússon collection in Reykjavik, Iceland) by Jón Helgason, who contacted the Dutch Bascologist and linguist C.C. Uhlenbeck. In my presentation, I will reconstruct the routes by which the book with glossaries became known to linguists abroad, and how the pidgin sentences in List 2 have been called “the hottest object in the universe”.
Menningarnótt í Eddu
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Haldið verður upp á Menningarnótt í Eddu 23. ágúst nk.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.