Sviðsetning Njálu(kvenna) – horft um öxl frá miðöldum til nútímans
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Emily Lethbridge flytur fyrirlestur í Eddu 2. september kl. 12.
Í fyrirlestrinum verður kastljósinu fyrst beint að Gráskinnu (GKS 2870 4to), hinu stórmerkilega Njáluhandriti sem nú má sjá á sýningunni Heimur í orðum í Eddu.
Þessi veðraða bók, sem gerð var kringum árið 1300, mun leiða okkur inn í umfjöllun um kvenpersónur í Njálu og staði sem tengjast þeim.
Síðan færum við okkur nær nútímanum og beinum sjónum að konum sem lásu Njálu, heimsóttu Njáluslóðir og skrifuðu um upplifanir sínar.
Fyrirlestrinum lýkur með hugleiðingu um nýlega umfjöllun um Njálu og spurt verður: hvert næst?
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Staging Njála-women – views from medieval times to the present
This talk will begin with a look at the remarkable manuscript of Njáls saga known as Gráskinna (GKS 2870 4to) recently put on display in the exhibition Heimur í orðum in Edda.
This wrinkled old book from around 1300 will lead us into the saga: we’ll begin by considering some of the women in the saga, in conjunction with places associated with them.
Moving closer to our times, the focus will turn to women who have read Njáls saga, visited places central to its narrative, and written about their experiences.
The talk will be concluded with some thoughts about Njáls saga and engagement with it in recent years, finally asking: where to next?
The lecture will be delivered in English.
Opnun Íslenska málbankans
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Íslenski málbankinn verður opnaður fimmtudaginn 4. september kl. 12.10–12.40 í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5.
Á dagskrá verða stuttar kynningar þar sem fjallað verður um bankann og mikilvægi hans fyrir rannsóknir og máltæknistarf á Íslandi.
Í boði er hádegishressing í lok dagskrár.
Um Málbankann
Málbankinn er nýtt vefsvæði á vegum Árnastofnunar sem hefur það að markmiði að miðla málgögnum fyrir íslensku á öruggan og aðgengilegan hátt.
Notendur geta sótt gögn í bankann en helstu markhópar eru m.a. fræðimenn og stúdentar í hug- og félagsvísindum sem rannsaka íslenskt mál og samfélag, og forritarar sem vilja nálgast gagnasöfn, líkön og verkfæri sem tengjast máltækni.
Málbankinn er á vegum CLARIN-þjónustumiðstöðvar sem rekin er á Árnastofnun í samstarfi við sjö aðrar stofnanir: Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands, Íslenska málnefnd, Ríkisútvarpið ohf. og Almannaróm – miðstöð máltækni. CLARIN-þjónustumiðstöðin hefur starfað frá 2017.
Sigurðar Nordals fyrirlestur − Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert en Sigurður fæddist á þessum degi árið 1886.
Fyrirlesari að þessu sinni er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttakona. Sigríður fjallar um plágur, prentverk og algóritma, heimsslit og gulltöflur og óendanlega og óbærilega framfaraþrá mannsandans.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.
Njála á refli
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Kristín Ragna Gunnarsdóttir flytur fyrirlestur. Nánari upplýsingar síðar.