Föstudaginn 21. mars var Íslensk-pólsk veforðabók opnuð. Í henni eru 54 þúsund uppflettiorð ásamt fjölda dæma og orðasambanda sem öll eru þýdd á pólsku. Unnið hefur verið að henni undanfarin ár á Árnastofnun og voru þetta því mikil tímamót.
Orðabókavefurinn m.is hlaut silfurverðlaun Félags íslenskra teiknara (FÍT) í tveimur flokkum, annars vegar í flokknum Grafísk miðlun og upplýsingahönnun og hins vegar í flokknum Vefsíður.
Meðal nýrra handrita á sýningunni eru tvær merkar Skálholtsbækur, annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða og merkilegt alfræðihandrit sem geymir meðal annars fornt heimskort og myndir af merkjum dýrahringsins.
Árnastofnun tók þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð í fyrsta skipti í ár. Rúmlega 300 manns heimsóttu sýninguna Heimur í orðum og fjölmargir sóttu aðra viðburði sem haldnir voru á vegum stofnunarinnar í Eddu.