Norræn samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandamálum erlendis, sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á aðild að, hélt árlegan haustfund sinn í Reykjavík 11. nóvember.
Við það tækifæri fundaði nefndin meðal annars með Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, Guðmundi Hálfdánarsyni, forseta Hugvísindasviðs, og Geir Sigurðssyni, forseta deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, um kennslu norrænna tungumála við háskólann.