Skip to main content

Fréttir

Samísk sendinefnd kom í heimsókn

Nýverið komu góðir gestir á Laugaveg 13. Málræktarsvið og Nafnfræðisvið tóku á móti fjögurra manna sendinefnd frá Samaþinginu. Þau vinna að málrækt, íðorðaþróun og nafnamálum á samíska málsvæðinu og komu til að fræðast um hliðstæða starfsemi hér á landi í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

 

Gripla XXVII

Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda. Að þessu sinni er að finna í ritinu sjö fræðigreinar auk annars efnis. Shaun F.D. Hughes fjallar um handritið Icel. 32, sem varðveitt er í bókasafni Harvardháskóla í Bandaríkjunum og hefur að geyma fornaldarsögur með hendi Halldórs Jakobssonar (d. 1810) og formála Halldórs fyrir sögunum þar sem hann reynir að flokka þær eftir sannleiksgildi þeirra.

Styrkir Snorra Sturlusonar veittir í 25. sinn

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að hefja veitingu styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.

Afmælishaust Stofnunar Árna Magnússonar í máli og myndum

 

SEPTEMBER

1. september – Afmæli sameinaðrar stofnunar í íslenskum fræðum

Þann 1. september fagnaði Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 10 ára afmæli. Þann dag árið 2006 voru sameinaðar 5 stofnanir undir nýju nafni. Í tilefni af þessum tímamótum komu saman í húsakynnum stofnunarinnar að Laugavegi 13 núverandi og fyrrverandi starfsmenn ásamt mökum, vinum og velunnurum auk þeirra sem setið höfðu í stjórn stofnunarinnar frá upphafi. 

 

Konan kemur við sögu er komin út

Ritið Konan kemur við sögu er safn 52 pistla sem allir fjalla um konur í menningarsögunni.

Útgáfan er við alþýðuskap og var sérstaklega vandað til hönnunar prentgripsins, en Snæfríð Þorsteins hafði veg og vanda af útliti og áferð bókarinnar.

Fundað um kennslu í Norðurlandamálum í Reykjavík

Norræn samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandamálum erlendis, sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á aðild að, hélt árlegan haustfund sinn í Reykjavík 11. nóvember.

Við það tækifæri fundaði nefndin meðal annars með Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, Guðmundi Hálfdánarsyni, forseta Hugvísindasviðs, og Geir Sigurðssyni, forseta deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, um kennslu norrænna tungumála við háskólann.

Dagur íslenskrar tungu er dagur fagnaðar

Á degi íslenskrar tungu verður opnuð vefgáttin málið.is sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur unnið að síðustu misseri. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnar málið.is sem er vefgátt sem auðveldar almenningi aðgang að gögnum stofnunarinnar um íslenskt mál. Vefgáttin málið.is verður öllum opin, endurgjaldslaus og stækkar og vex að efni og upplýsingum með tímanum. Málið.is er þarfur þjónn þeim sem eru í námi á öllum skólastigum, fólki í ýmsum sérgreinum og öðrum þeim sem unna tungunni og vilja nýta þann hafsjó orða sem í henni býr.