Dr. Jóhannes B. Sigtryggsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á málræktarsviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 1. september 2016. Hann hefur verið verkefnastjóri á sviðinu frá árinu 2006 og er nú með starfsstöð að Laugavegi 13.
Rannsóknir Jóhannesar hafa einkum verið á sviði stafsetningar, málhreinsunar, málsögu og handritafræði. Hann ritstýrði bókinni Handbók um íslensku (2011) og er ritstjóri Stafsetningarorðabókarinnar og Málfarsbankans. Hann er ritari Íslenskrar málnefndar.