Skip to main content

Fréttir

Árna Magnússonar fyrirlestur verður haldinn á Akureyri í ár

Þann 13. nóvember 1663 fæddist Árni Magnússon sem átti eftir að verða mesti handritasafnari Íslands. Á afmælisdegi hans hefur um nokkurra ára skeið verið haldinn fyrirlestur tengdur nafni hans. Í þetta sinn verður fyrirlesturinn haldinn á Akureyri og það er Margrét Eggertsdóttir sem les fyrir:

 

Fimmtán nemendur styrktir til íslenskunáms

Fimmtán nemendur í íslensku hlutu styrki mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands háskólaárið 2016–2017. Nemendurnir koma víðs vegar að og hafa öll lagt stund á íslensku með einum eða öðrum hætti. Sumir hafa lært íslensku við háskólastofnanir sem íslenska ríkið styður við erlendis á meðan aðrir hafa stundað sjálfsnám á vefsvæðinu Icelandic Online: www.icelandiconline.is

Jóhannes B. Sigtryggsson ráðinn rannsóknarlektor

Dr. Jóhannes B. Sigtryggsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á málræktarsviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 1. september 2016. Hann hefur verið verkefnastjóri á sviðinu frá árinu 2006 og er nú með starfsstöð að Laugavegi 13.

Rannsóknir Jóhannesar hafa einkum verið á sviði stafsetningar, málhreinsunar, málsögu og handritafræði. Hann ritstýrði bókinni Handbók um íslensku (2011) og er ritstjóri Stafsetningarorðabókarinnar og Málfarsbankans. Hann er ritari Íslenskrar málnefndar.

Blávingull og axhnoðapuntur undirbúa jarðveginn fyrir Hús íslenskunnar

Nú í ágústlok var farið á vettvang til að skoða flóruna sem hefur tekið sér bólfestu í holu íslenskra fræða. Svo síðla sumars voru plönturnar flestar hættar að blómsta og strá farin mjög að visna sem gerði greininguna erfiðari.

31 tegund fannst í þessari yfirferð en ekki tókst að greina eina tegundina. Mjög líklegt er að fleiri tegundir finnist á svæðinu þar sem það var ekki fínkembt.