Skip to main content

Gottorp

Birtist upphaflega í október 2004.

Gottorp er bær í Vesturhópi í V-Hún. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Gottrup lögmanni á Þingeyrum 1694 eða ‘95 þegar hann byggði upp eyðibýlið Þórdísarstaði og nefndi eftir sér, en nafnið er til í Suður-Slésvík, Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn mannsnafnið Goti en seinni liðurinn þorp. (Svavar Sigmundsson, Þorp på Island, og Wolfgang Laur, Torp-navne i Sydslesvig og sprogskiftet, NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls. 227 og 167–169.)

Birt þann 20.06.2018