Skip to main content

Helga Hilmisdóttir

<p>Helga er málfræðingur sem hefur aðallega áhuga á hversdagslegu talmáli. Hún er ritstjóri Samtalsorðabókar sem er orðabók sem varpar ljósi á orð og orðasambönd sem einkum koma fyrir í talmáli. Undanfarin ár hefur hún beint sjónum að samtölum ungs fólks, m.a. notkun enskra orða í íslensku samhengi. Hún tekur þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarhópum sem fjalla um þessi mál og stýrir m.a. norræna netverkinu PLIS (Pragmatic loans in Scandinavian languages). &lt;br /&gt;<br /> &lt;br /&gt; Helga Hilmisdóttir Íslenskusvið 525 4443 <a href="mailto:helga.hilmisdottir@arnastofnun.is">helga.hilmisdottir@arnastofnun.is</a>

Halldóra Jónsdóttir

<p>Halldóra er verkefnisstjóri ISLEX-orðabókarinnar. Ritstjóri Íslenskrar nútímamálsorðabókar ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur. Hún hefur umsjón með vefútgáfu Íslensk-danskrar orðabókar Sigfúsar Blöndals. Halldóra situr í verkefnisstjórn fyrir vefgáttina Málið.is. Sérfræðingur stofnunarinnar í dönsku.</p> Halldóra Jónsdóttir Íslenskusvið 525 4431 <a href="mailto:halldora.jonsdottir@arnastofnun.is">halldora.jonsdottir@arnastofnun.is</a>

Guðný Ragnarsdóttir

<p>Guðný Ragnarsdóttir hefur haft umsjón með bókasafni stofnunarinnar frá ársbyrjun 2017. Hún sér um aðföng, skráningu safnkosts og þjónustu við gesti safnsins.</p> Guðný Ragnarsdóttir Rekstrar- og þjónustusvið 525 4022 <a href="mailto:gudny.ragnarsdottir@arnastofnun.is">gudny.ragnarsdottir@arnastofnun.is</a>

Ágústa Þorbergsdóttir

<p>Ágústa hefur starfað hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá stofnun hennar 2006 og þar áður vann hún hjá Íslenskri málstöð.&lt;br /&gt;<br /> Ágústa er ritstjóri Íðorðabankans og starfar með fjölmörgum orðanefndum. Hún hefur kennt íðorðafræði við HÍ frá 2008. Ágústa ritstýrir einnig Nýyrðavefnum og annast almenna málfarsráðgjöf.&lt;br /&gt;<br /> Ágústa er ritari Íslenskrar málnefndar og er ritstjóri Málfregna. Hún er jafnframt norrænn ritari (nordisk sekretær) í samstarfsneti norrænu málnefndanna (Netværket for sprognævnene í Norden) og er í ritnefnd Sprog i Norden.</p> Ágústa Þorbergsdóttir Íslenskusvið 525 4440 <a href="mailto:agusta.thorbergsdottir@arnastofnun.is">agusta.thorbergsdottir@arnastofnun.is</a>

Aðalsteinn Hákonarson

<p>Aðalsteinn Hákonarson er málfræðingur og hefur starfað sem verkefnisstjóri á nafnfræðisviði frá febrúar 2018. Hann sinnir margvíslegum verkefnum sviðsins tengdum örnefnum og nafnfræði almennt, meðal annars vinnu við Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samstarfsverkefnum við Örnefnanefnd og Landmælingar Íslands.</p> Aðalsteinn Hákonarson Menningarsvið 525 4433 <a href="mailto:adalsteinn.hakonarson@arnastofnun.is">adalsteinn.hakonarson@arnastofnun.is</a>
Staðarhólsbók Grágásar – AM 334 fol.

Staðarhólsbók er í hópi veglegustu skinnhandrita Árnasafns, lagahandrit í arkarbroti (folio) og að líkindum meðal elstu íslensku handrita sem varðveist hafa heil að kalla. Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) tekur henni fram í mikilleik og íburði eitt íslenskra lagahandrita frá miðöldum, en það er yngra handrit.

Möðruvallabók – AM 132 fol.

Möðruvallabók er stærsta varðveitta miðaldasafn Íslendingasagna og þekktasta handrit þeirra. Bókin er talin skrifuð um miðja fjórtándu öld. Í henni eru Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Finnboga saga ramma, Bandamanna saga, Kormáks saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga, Ölkofra saga, Hallfreðar saga vandræðaskálds, Laxdæla saga og Fóstbræðra saga.

Messudagar kvendýrlinga kaþólsku kirkjunnar

Eins og kunnugt er, er dýrlingur í kaþólskri trú karl eða kona sem hefur gert eitthvað í lifanda lífi sem veitir honum eða henni sérstakan sess við hlið Guðs á himnum. Dýrlingar skiptast í tvo hópa, játara og píslarvotta sem létu líf sitt fyrir trúna. Meginhlutverk dýrlinga var að vera árnaðarmenn, þ.e. milligöngumenn fólks við Guð. Litið var á dýrlinga sem fyrirmynd um gott og rétt líferni hérna megin grafar en það skiptir einnig miklu máli að dýrlingar voru taldir hafa afl til að milda píslir annars heims.