Skip to main content

Njálubrot frá byrjun 14. aldar – AM 162 B fol. δ

Undir safnmarkinu AM 162 B fol. eru geymd brot úr alls tíu skinnbókum með texta úr Brennu-Njáls sögu, átta frá 14. öld (β, γ, δ, ε2, ζ, η, ϑ, κ), en þrjú frá 15. öld (α, ε1, ι). 14. aldar brotin eru til rannsóknar um þessar mundir í verkefninu Breytileiki Njáls sögu sem unnið er með styrk frá Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís). Verkefnið snýst um að rannsaka tilbrigði í máli, texta og handritageymd Njáls sögu eins og þau birtast í þeim rúmlega 60 handritum sem varðveita söguna og eru skrifuð á 14.

Veróníkubæn og Kristur á tignarstól

Á ársfundi SÁ í vor (2011) afhenti þjóðminjavörður stofnuninni til varðveislu 58 handritsbrot á skinni sem eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Þessi handrit verða framvegis í vörslu Árnastofnunar en halda safnmörkum sínum (Þjms). Sum þessara brota eru mjög gömul svo sem skinnblaðið nr. 241 sem Jón Borgfirðingur færði Þjóðminjasafninu að gjöf árið 1865. Á því er merkileg latnesk bæn sem skrifuð hefur verið á blaðið nálægt 1300. Þetta er svonefnd Veróníkubæn sem eignuð var Innocentiusi III páfa (1198-1216).

 

Sálma- og kvæðahandrit frá sautjándu öld

AM 102 8vo er sálma- og kvæðahandrit frá sautjándu öld. Forsíðu vantar og þar með upplýsingar um hver skrifaði og hvenær – en svo vel vill til að þær leynast inni í handritinu. Fremst eru ljóðmæli sr. Jóns Arasonar (1606-1673) prófasts í Vatnsfirði og hefur skrifari víða sett ártal við þau (t.d. 1645 og 1646). Í fyrirsögn fyrsta sálms segir að hann sé úr þýsku snúinn „af föður mínum sæla blessaðrar minningar“. Af því má ráða að eitthvert barna sr.

Gullslegin tíðabók

Þann 7. febrúar síðast liðinn færði dr. Margaret Cormack stofnuninni lítið en forkunnarfagurt handrit að gjöf. Það er hluti tíðabókar frá miðri 15. öld sem skrifuð var og lýst í Frakklandi.

Svanhildur Óskarsdóttir

<p>Svanhildur Óskarsdóttir hefur starfað hjá stofnuninni (og forvera hennar) frá árinu 1999. Hún er rannsóknarprófessor á menningarsviði og vinnur að rannsóknum og útgáfum fornra texta. Hún er í starfshópi um forvörslu Flateyjarbókar, í bókasafnsnefnd stofnunarinnar og í sýningarnefnd opnunarsýningar í Eddu. Svanhildur er varamaður í stjórn Miðaldastofu Háskóla Íslands.</p> Svanhildur Óskarsdóttir Menningarsvið 8466788 <a href="mailto:svanhildur.oskarsdottir@arnastofnun.is">svanhildur.oskarsdottir@arnastofnun.is</a>
Margrétar saga AM 431 12mo

Handritið AM 431 12mo er skinnhandrit, aðeins 119 x 90 mm að stærð. Það geymir Margrétar sögu sem er þýdd saga um píslarvottinn heilaga Margréti. Sagan segir frá hinni ungu og fögru Margréti frá Antíokkíu. Ung að aldri tók hún kristna trú en faðir hennar var heiðinn. Þegar hún er orðin gjafvaxta kemur heiðinn greifi auga á hana og vill eignast hana fyrir konu eða frillu. Margrét hafnar honum og greifinn lætur handtaka hana í reiði sinni.