Væringjar í austurvegi
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavik 107
Ísland
Sverrir Jakobsson flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
Norrænir menn sem börðust fyrir rómverska keisarann í Miklagarði (Konstantínópel) eru kallaðir væringjar í ýmsum þekktum Íslendingasögum, s.s. Laxdæla sögu og Njáls sögu.
Hér verður fjallað um það hvenær væringjar urðu til og hvernig þeir voru skilgreindir á ýmsum menningarsvæðum. Einnig verða athugaðar ýmsar staðalmyndir af væringjum sem finna má í íslenskum miðaldabókmenntum.
Opnun Íslensk-enskrar veforðabókar
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Verið velkomin á opnun Íslensk-enskrar veforðabókar 24. október kl. 15 í bókasafni Árnastofnunar, Eddu, 1. hæð.
Dagskrá
- Guðrún Nordal forstöðumaður
- Bryony Mathew sendiherra Bretlands
- Þórdís Úlfarsdóttir aðalritstjóri
- Max Naylor ritstjóri ensku
- Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
Fundarstjóri er Halldóra Jónsdóttir.
8. Ólafsþing
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Mál og saga býður alla velkomna á Ólafsþing fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október nk., í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5.
Ráðstefnan fer nú fram í áttunda sinn og er haldin í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Nánar má fræðast um erindin á vef félagsins.
Dagskrá
9.25–9.30 Þingið sett
9.30–10 Haukur Þorgeirsson: Formgerð, fílólógía og félagslegir þættir – þróun hins forna hljóðasambands ‘vá’
10–10.30 Jón Axel Harðarson: Um klofningu og stígandi tvíhljóð í fornnorrænu
10.30–11 Kaffihlé
11–11.30 Helgi Skúli Kjartansson: Bragreglan um „órofinn nafnlið“
11.30–12 Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík: Bragfræðileg óregla í miðaldarímum – samsláttur í braghendu og úrkasti
12–12.30 Yelena Sesselja Helgadóttir: Um tengsl þulubyggingar við umhverfi þulunnar, eða Fylgni enn óþekk(t)
12.30–13.30 Hádegishlé
13.30–14 Þorgeir Sigurðsson: Sagnaforliðurinn ‘of’ í elsta íslensku ritmáli
14–14.30 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Eru 17 rithendur á íslensku hómilíubókinni? Eða aðeins ein?
14.30–15 Aðalsteinn Hákonarson: Textafræði örnefnaskrár
15–15.30 Kaffihlé
15.30–16 Katrín Axelsdóttir: Hugað að hælibörvum – Lítið eitt um rúnaristuna Qorlortup Itinnera 2 (GR NOR1998;10)
16–16.30 Guðrún Þórhallsdóttir: Leikur að orðsifjum – Taumhald, tamning, þamir og þumur í íslensku og færeysku
16.30–17 Jón Símon Markússon: Um útjöfnun algengra beygingarvíxla í fleirtölumyndum færeyskra karlkynsnafnorða
17.00 Ráðstefnuslit og léttar veitingar
Allir velkomnir.
Málþing um Bólu-Hjálmar
Þjóðminjasafn Íslands
Suðurgötu 41
Reykjavík 102
Ísland
Í tilefni af 150 ára ártíð Bólu-Hjálmars (1796−1875) standa Þjóðminjasafn Íslands og Árnastofnun fyrir málþingi um hið þekkta alþýðuskáld.
Málþingið fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á 1. hæð safnsins laugardaginn 25. október og hefst kl. 13.
Á málþinginu verður fjallað um æviferil Bólu-Hjálmars og fjölbreytt lífsverk hans en auk þess að vera eitt mesta alþýðuskáld þjóðarinnar safnaði hann þjóðlegum fróðleik og lagði stund á útskurð. Á milli dagskráratriða munu félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða vísur eftir Bólu-Hjálmar við kvæðalög sem varðveist hafa meðal afkomenda hans.
Ævar Kjartansson stjórnar málþinginu.
Sigríður Sigurðardóttir, sagnfræðingur og fyrrum safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga: Bólu Hjálmar – Mennska og menningararfur
Þórður Helgason, dósent emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Ritvélin hans Hjálmars
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun: „Skollvalds hóran“ – myndmál og kenninganotkun Bólu-Hjálmars
Kaffihlé
Halldór Júlíusson, tréskeri og áhugamaður um tréskurð Hjálmars: Útskurðurinn
Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknardósent: Hjálmar og þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar
Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur: Hvernig leit Bólu-Hjálmar út?