Skip to main content

Fréttir

Íslenskar ritreglur og pólski hluti ISLEX fá styrki

Styrkur úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem Árnastofnun vinnur að.

Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur veitti nýverið fjármunum til tveggja verkefna sem unnin eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Boðnarþing haldið í sjöunda sinn

Boðnarþing, málþing um ljóðlist og óðfræði,  var haldið í sjöunda sinn þann 11. maí sl. í Safnaðarheimili Neskirkju.

Dagskráin var sem hér segir:

13.15–13:45    Gauti Kristmannsson: Þýðingar án frumtexta.

13.45–14.15    Ingibjörg Þórisdóttir: Ljótt er fagurt og fagurt ljótt  – Um íslenskar þýðingar á Macbeth eftir William Shakespeare.

14.15–14.45    Soffía Auður Birgisdóttir: Kraumandi eldvirkni: Bæling og sköpunarkraftur. Um ljóð Emily Dickinson, „My Life has stood – a Loaded Gun –“.

14.45–15.15    Hlé

Hús íslenskunnar rís

Gengið hefur verið að tilboði lægstbjóðanda í byggingu Húss íslenskunnar sem rísa mun við Arngrímsgötu í Reykjavík. Í kjölfar útboðs vegna framkvæmdanna var gerð heildarkostnaðaráætlun fyrir verkefnið en hún nemur um 6,2 milljörðum kr. Ríkissjóður mun fjármagna um 70% af heildarkostnaði og Háskóli Íslands um 30% með sjálfsaflafé. Framkvæmdasýsla ríkisins annast útboðsmál vegna byggingarinnar en tilboð í framkvæmdir voru opnuð í febrúar sl. Þrjú tilboð bárust í framkvæmdina og mat Framkvæmdasýslan þau öll gild. ÍSTAK átti lægsta tilboðið í verkið.

Dagskrá ársfundar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Dagskrá

Kl. 8.00 Morgunmatur

Kl. 8.30 Fundur settur

Dagný Jónsdóttir, formaður stjórnar stofnunarinnar, flytur ávarp.

Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir frá starfinu undanfarin misseri og ársskýrslunni.

Trausti Dagsson verkefnisstjóri: Nýjungar Árnastofnunar á veraldarvefnum.

Árni Davíð Magnússon, starfsmaður við rafræna útgáfu á Orðabók Blöndals: Blöndal til framtíðar.

Birna Lárusdóttir, sérfræðingur í rannsóknarstöðu Sigurðar Nordals: Örnefnin og hugmyndir okkar um heiminn.

Fréttir af ársfundi Vinafélags Árnastofnunar

Vinafélag Árnastofnunar hélt aðalfund sinn síðasta vetrardag 24. apríl 2019. Þangað mættu þrjátíu félagar en rúmlega 500 eru skráðir í vinafélagið. Andri Árnason hæstaréttarlögmaður var fundarstjóri.

Landsskýrsla Íslands til Sérfræðinganefndar SÞ um landfræðiheiti

Nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í starfi Sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um landfræðiheiti (e. United Nations Group of Experts on Geographical Names, UNGEGN). Markmið nefndarinnar er að stuðla að söfnun og skráningu örnefna og því að þau séu gerð aðgengileg, ásamt því að hvetja til góðra starfshátta við örnefnastýringu.