Skip to main content

Huggunarsálmur

Á dögunum fékk Þórunn Sigurðardóttir Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, 2016 í flokki fræðirita og rita almenns eðlis fyrir bókina Heiður og huggun: Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Bókin var gefin út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Reykjavík, 2015). Af þessu tilefni var Þórunn fengin til að skrifa um eitt handritið sem hefur að geyma erfiljóð, harmljóð eða huggunarkvæði.

 

Alexanders saga – framandi efni fært í íslenskan búning

Alexanders saga er norræn þýðing á latneska kvæðabálkinum Alexandreis sem Gautier de Châtillon setti saman um 1180. Kvæðið er um það bil 5500 línur að lengd, ort undir sexliðahætti (hexametri) og skiptist í tíu bækur. Þar er lýst lífi og afrekum Alexanders mikla sem uppi var á fjórðu öld f. Kr. og lagði undir sig mörg lönd. Kvæðið náði fljótt fádæma vinsældum í Evrópu á miðöldum og öðlaðist snemma sess sem skólatexti.

Íslendingabók; AM 113 g fol.

Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Grænlands en lang nákvæmust er frásögnin af  kristnitökunni og sögu íslensku kirkjunnar.

Jarðakaupsbréf - Selárdalsprestur kaupir jörð fyrir lifandi fé, slátur og járn

Í landslagabókinni (Jónsbók) sem samþykkt var á alþingi 1281 segir að við jarðakaup skuli kveða á um landamerki og kaupa land með handsölum að viðstöddum vottum. Bréf skuli gera um kaupin með skilmálum og hafa innsigli fyrir. Eignir flestra sem eitthvað áttu á annað borð á fyrri öldum fólust að meginhluta í jörðum. Jarðakaup og jarðaskipti voru því tíð og til urðu afar mörg jarðakaupsbréf.

Hauksbók

Þess er getið í íslenskum annálum að árið 1308 hafi „lærðra manna spítali“, einhvers konar vistheimili fyrir aldraða og sjúka, verið stofnaður í Gaulverjabæ í Flóa. Tveir menn höfðu forgöngu um þessa stofnun: Árni Helgason, biskup í Skálholti 1304–1320, og Haukur Erlendsson, áhrifamaður í íslensku samfélagi og menningarlífi, sem þá hafði um hríð búið í Noregi og starfað þar sem lögmaður. Haukur hlaut frama á norskri grund; hann var konunglegur ráðgjafi Hákonar háleggs og var sleginn til riddara árið 1304 en af þeim sökum er hann jafnan titlaður „herra Haukur“ í annálum.

Emily Lethbridge

<p>Emily Lethbridge hefur starfað sem rannsóknarlektor á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá því í september 2017. Hún hefur m.a. ritstýrt fjórum heftum Griplu, tímarits Árnastofnunar (2015-2018, ásamt öðrum starfsmönnum). Hún er nú er að þróa Rannís-verkefnið Nafnið.is þar sem örnefnasafn stofnunarinnar verður gert aðgengilegt og leitarbært.</p> Emily Lethbridge Menningarsvið 5254432 <a href="mailto:emily.lethbridge@arnastofnun.is">emily.lethbridge@arnastofnun.is</a>
Handrit húsmanns - Húsmaður skrifar handrit

Í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn eru mörg íslensk handrit. Ýmsar ástæður eru fyrir því að þau rötuðu í bókhlöðu konungs en oft voru keypt handrit bókasafnara til safnsins. Meðal bókasafna sem bókhlaðan keypti var safn Abrahams Kalls (1743–1821) sagnfræðings, háskólabókavarðar og prófessors. Í safni hans eru hátt í 80 handrit sem eru tengd norrænu málsvæði; þau eru öll á pappír og langflest íslensk frá 18. öld.

Konungs skuggsjá - Leiðarvísir fyrir konungssyni

AM 243 b α fol. frá um 1275 er elsta varðveitta handrit Konungs skuggsjár sem er kennslubók ætluð konungssonum og er almennt talin til merkustu miðaldarita Norðurlanda. Konungs skuggsjá var samin í Noregi um miðja þrettándu öld fyrir tvo syni Hákonar Hákonarsonar konungs, Hákon unga og Magnús (sem síðar tók við konungdómi og hlaut auknefnið lagabætir). Þetta eintak af verkinu var ritað fáeinum áratugum síðar eða um 1275. Stafsetning og skrift benda til þess að handritið sé ritað nálægt Björgvin og að skrifarinn hafi komið frá austurhluta Noregs eða Svíþjóð.