Skip to main content

Handrit skólakennara?

AM 76 8vo er lítið, óásjálegt pappírshandrit og innihaldið óvíða stórbrotnara en það sem algengt má kalla. Engu að síður er það eitt þeirra handrita í Árnasafni sem mesta athygli hafa vakið.

Dómabók úr Holti í Önundarfirði – AM 196 4to

Sumarið 1710 var gott og þurrt að sögn annála. Þá var Árni Magnússon, prófessor í dönskum fornfræðum við Kaupmannahafnarháskóla, á ferð um Vestfirði með skrifurum sínum þeirra erinda að gera jarðabók eftir skipan Friðriks IV. Danakonungs. Jafnframt nýtti Árni sér ferðina til þess að viða að sér gömlum handritum og skjölum. Hann kom að Holti í Önundarfirði 16. ágúst og voru gestgjafar hans prestshjónin Sigurður Jónsson og Helga Pálsdóttir. Þau voru í góðum efnum, talin vel ættuð, séra Sigurður úr Vatnsfirði við Djúp og Helga frá Selárdal.