Skip to main content

Blikdalur

Birtist upphaflega í júní 2010.

Stundum er talað um Esju sem „bæjarfjall“ Reykvíkinga, og víst er að hún mun það fjall sem flestir landsmanna hafa fyrir augum daglega. Allmargir dalir ganga inn í fjallið og verða sums staðar einungis mjó höft milli botnanna. Inn í Esju vestanverða skerst Blikdalur – eða Bleikdalur – lengstur dalanna.

Bár

Birtist upphaflega í júní 2009.

Tveir bæir á Íslandi hafa borið heitið Bár, annar í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, hinn í Flóa í Árnessýslu. Fyrrnefnda jörðin er nú tvískipt og heitir Suður-Bár og Norður-Bár.

freigáta

Vefurinn málið.is var opnaður um miðjan nóvember 2016. Hann hefur á rúmum þremur mánuðum orðið býsna vinsæll. Þar er hægt að slá inn eitthvert leitarorð og síðan birtir vefgáttin upplýsingar um það orð og þær eru sóttar í sex mismunandi gagnasöfn (hið sjöunda kemst brátt í gagnið).