Skip to main content

Þórdís Úlfarsdóttir

<p>Þórdís Úlfarsdóttir er ritstjóri veforðabóka: Íslenskrar nútímamálsorðabókar (ásamt Halldóru Jónsdóttur), ISLEX (milli íslensku og norðurlandamálanna) og LEXÍU (milli frönsku og íslensku). Hún annast vefútgáfu Íslenzk-rússneskrar orðabókar eftir Valeríj P. Bérkov og hefur einnig umsjón með Íslensku textasafni. Þórdís er í verkefnisstjórn fyrir vefútgáfu á Íslensk-danskri orðabók eftir Sigfús Blöndal.</p> Þórdís Úlfarsdóttir Íslenskusvið 5254435 <a href="mailto:thordis.ulfarsdottir@arnastofnun.is">thordis.ulfarsdottir@arnastofnun.is</a>

Ásta Svavarsdóttir

<p>Ásta Svavarsdóttir er rannsóknardósent og stofustjóri á orðfræðisviði. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði orðfræði, beygingafræði og setningafræði, ekki síst í ljósi sambands máls og málnotkunar við menningarlega og samfélagslega þætti. Þá sinnir hún sameiginlegum verkefnum á sviðinu, einkum við umsjón og úrvinnslu á söfnum Orðabókar Háskólans og vinnu við uppbyggingu annarra gagnasafna. Hún situr í útgáfunefnd stofnunarinnar og hefur annast ritstjórn bóka og tímarita innan og utan stofnunarinnar. Ásta Svavarsdóttir Íslenskusvið 5254437 <a href="mailto:asta.svavarsdottir@arnastofnun.is">asta.svavarsdottir@arnastofnun.is</a>
aðdragandi og kjölfar

Ólík orð í sams konar hlutverki

Vísun til tíma og tímaafstöðu er ríkur þáttur í notkun og merkingu margra orða auk þess að vera samgróin málkerfinu sem slíku í beygingarmyndum sagna. Forsetningar og samsetningar gegna einnig mikilvægu málkerfislegu hlutverki að þessu leyti.

Nafnorð og notkunarsambönd koma hér við sögu á margbreytilegan hátt, m.a. í föstum samböndum sem gegna áþekku hlutverki og ýmis málkerfislegri orð, forsetningar, samtengingar og atviksorð. Meðal þeirra eru tvö orðasambönd sem segja má að myndi eins konar samhverfu þótt yfirbragðið sé ólíkt.