Skip to main content
Þvottavél með peningum í. Grafísk mynd á grænum bakgrunni.
þvottur og þvætti

Í þessum pistli er fjallað um samsetningar með orðinu þvottur í yfirfærðri merkingu. Orðin sem eru til umfjöllunar eru misgömul. Það elsta er hvítþvottur sem hefur verið notað sem myndlíking í a.m.k. hundrað ár en hin orðin eru yngri.

 

Hvítþvo, hvítþvottur

""
Stækkum Íðorðabankann

Fjölmargar orðanefndir og áhugasamir einstaklingar hafa lagt mikið af mörkum til þess að efla íslenskan orða- og hugtakaforða á ýmsum fræði- og starfsgreinasviðum með því að taka saman íðorðasöfn og birt þau í Íðorðabankanum. Slíkt er gríðarlega mikilvægt til að íslenska dafni sem tungumál og hægt verði að nota hana á öllum sviðum samfélagsins. Enn vantar þó íðorðasöfn á ýmsum sviðum, t.d. í efnafræði og heimspeki.

Upphaf

Íðorðastarf Orðanefndar Læknafélags Íslands

Orðanefnd læknafélaganna var formlega stofnuð árið 1983 til þess að taka saman ensk-íslenska orðabók með læknisfræðilegum heitum. Orðtakan hafði reyndar hafist fjórum árum áður en eftir að málfræðingur hafði verið ráðinn til starfa árið 1984 hófst ferill sem leiddi til útgáfu safnsins á árunum 1985−1989, 14 litlum heftum með stafköflunum A til Z. Í heftunum var að finna um 35 þúsund heiti með smáu letri á 550 blaðsíðum.